Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. janúar 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurftu að bíða lengi á hliðarlínunni eftir fyrsta landsleiknum
Icelandair
Alex í sínum fyrsta landsleik.
Alex í sínum fyrsta landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þrír leikmenn léku sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í kvöld. Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn og inn af bekknum komu Alex Þór Hauksson og Willum Þór Willumsson.

Það tók langan tíma fyrir Alex og Willum að komast inn á. Þeir þurftu að bíða í 6-7 mínútur á hliðarlínunni eftir því að boltinn færi úr leik. Það gerðist loksins á 69. mínútu.

Willum segist hafa verið orðinn kaldur eftir að hafa beðið svo lengi eftir skiptingunni.

„Þetta var orðið frekar fyndið. Ég var mættur þarna en svo var ég bara orðinn kaldur eftir 5-7 mínútur. Ég hef aldrei lent í þessu áður en gott að hann fór út af," sagði Willum.

Alex segir að úti við hlíðarlínunni hafi verið rætt um hvort þeir myndu nokkurn tímann koma inn á.

„Við vorum farnir að ræða það hvort þeir myndu halda boltanum út leiktímann, en eftir sjö mínútur fór hann loksins út af," sagði Alex Þór.

Willum er tvítugur Bliki, en Alex Þór 19 ára úr Stjörnunni. Alls léku sex leikmenn sinn fyrsta A-landsleik í þessari æfingarferð í Katar.
Willum: Hefði viljað spila meira
Alex Þór skælbrosandi: Ólýsanleg tilfinning
Athugasemdir
banner
banner