þri 15. janúar 2019 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Zlatan skýtur á Ronaldo: Engin áskorun að fara til Juventus
Ronaldo fór til Juventus síðasta sumar.
Ronaldo fór til Juventus síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Þegar Cristiano Ronaldo (33) samdi við Juventus talaði hann um nýja áskorun. Zlatan Ibrahimovic (37), sóknarmaður Los Angeles Galaxy, skilur ekki alveg hvað Ronaldo er að tala um.

Ronaldo gekk í raðir Juventus síðasta sumar eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna með Real Madrid. Stuttu eftir að hann fór til Ítalíu skoraði hann á Lionel Messi, leikmann Barcelona, að koma líka í Seríu A.

„Ég væri til í að fá Messi til Ítalíu einn daginn, ég vona að hann taki áskoruninni," sagði Ronaldo við La Gazzetta Dello Sport.

„Ég hef spilað á Englandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu. Hann er enn að spila á Spáni, kannski þarf hann á einhverju nýju að halda?"

„Ég lít á lífið sem áskoranir, ég vil gleðja fólk og ég vil að Messi komi til Ítalíu einn daginn. Ég virði hann. Hann er ótrúlegur leikmaður og mjög fínn náungi."


Zlatan, sem spilaði eitt sinn með Juventus, á bágt með að skilja hvers vegna Ronaldo talar um Juventus sem áskorun.

„Ronaldo talar um áskoranir en hann fer til félags sem hefur verið að vinna ítölsku úrvalsdeildina með bundið fyrir augun," sagði Zlatan.

„Af hverju ákvað hann ekki að fara til B-deildarfélags fyrir nokkrum árum? Vera meistari með þannig og félagi og hjálpa því að komast í fremstu röð."

„Að fara til Juventus er engin áskorun."

Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina sjö ár í röð og er með níu stiga forskot á toppnum núna. Ronaldo hefur skorað 15 mörk í 25 leikjum fyrir Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner