Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man Utd mætir Wolves
Mynd: Getty Images
Manchester United tekur á móti Wolves í enska bikarnum í kvöld. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Molineux og þurfa því að endurspila leikinn á Old Trafford.

Úlfarnir eru án Willy Boly og Diogo Jota vegna meiðsla en meiðslalisti Rauðu djöflanna er lengri. Þar má finna menn á borð við Paul Pogba, Scott McTominay og Luke Shaw.

Man Utd hefur ekki unnið Úlfana síðan 2012. Liðin hafa mæst fimm sinnum eftir að þeir komust aftur upp í úrvalsdeildina og hefur þremur leikjum lokið með jafntefli. Wolves vann hina tvo.

Sigurvegari viðureignarinnar mætir annað hvort Tranmere eða Watford í næstu umferð. Liðin áttu að spila í gærkvöldi en fresta þurfti leiknum vegna veðurs.

Cardiff og Carlisle mætast einnig og mun sigurliðið keppa við Reading í næstu umferð. Carlisle er í fallbaráttu í D-deildinni.

Leikir kvöldsins:
19:45 Man Utd - Wolves (Stöð 2 Sport)
19:45 Carlisle - Cardiff
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner