Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. janúar 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Hamren: Vonandi spila sem flestir
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Guðmundur Karl
Ísland mætir Kanada í vináttuleik á miðnætti að íslenskum tíma. Ísland mætir einnig El Salvador á sunnudag en leikirnir eru þeir síðustu áður en kemur að umspilinu gegn Rúmeníu í mars.

Í íslenska hópnum að þessu sinni er blanda eldri og yngri leikmanna.

„Við viljum alltaf góð úrslit. Við reynum að ná í sem best úrslit í öllum leikjum sem við spilum. Þetta er líka undirbúingur fyrir umspilið í mars. Sumir leikmenn hér verða þar og allir leikmennirnir hér vilja vera þar," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, í viðtali á Facebook síðu KSÍ.

„Það er gott að hitta þessa nýju leikmennina og líka þessa gömlu til að byrja undirbúninginn fyrir umspilið. Það verður gaman að sjá gæði nýju leikmannanna innan vallar og sjá hvernig þeir eru utan vallar."

„Ég mun leyfa að gefa eins mörgum leikmönnum möguleika á að spila og hægt er. Ég get ekki lofað því að allir spili. Við sjáum hvernig leikirnir verða og hvernig meiðslin verða. En vonandi spila sem flestir."

Hér að neðan er viðtalið í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner