Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. janúar 2020 10:23
Magnús Már Einarsson
Inter ræðir um kaup á Eriksen
Mynd: Getty Images
Inter er í viðræðum við Totettenham um að kaupa danska miðjumanninn Christian Eriksen.

Eriksen verður samningslaus í sumar og hann ku vera búinn að ná sjálfur samkomulagi um að fara til Inter.

Inter vill fá hann strax í sínar raðir og ítalska félagið er nú að reyna að semja við Tottenham.

Inter hefur boðið 8,5 milljónir í Eriksen en Tottenham vill fá tvöfalt hærri upphæð.

Félögin sitja nú að samningaborðinu og möguleiki er á að Eriksen hafi leikið sinn síðasta leik með Tottenham í bikarleiknum gegn Middlesbrough í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner