Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Fjölnir mætir KR | Landsliðið spilar við Kanada
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir leikir á dagskrá hér á landi í dag auk vináttulandsleiks við Kanada sem fer fram í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Fótbolti.net mótið er komið af stað og á Keflavík leik við Þrótt Vogum í Reykjaneshöllinni klukkan 17:30.

Tveir leikir fara fram í Reykjavíkurmótinu, þar sem Þróttur R. tekur á móti ÍR áður en Fjölnir mætir KR. Báðir leikirnir verða spilaðir í Egilshöll.

Fjölnir og KR mætast í toppslag, Fjölnir er með sex stig eftir tvær umferðir og markatöluna 12-1 á meðan KR er með þrjú stig eftir 2-1 sigur gegn Fylki.

Svo eigast Þór og Magni við í minningarleik Baldvins Rúnarssonar í Boganum. Leikurinn er partur af Kjarnafæðismótinu þar sem Þór er í þriðja sæti A-deildar með sjö stig eftir þrjár umferðir. Magni er með þrjú stig.

Að lokum keppir íslenska landsliðið við það kanadíska í vináttulandsleik. Ekki er um opinberan landsleik að ræða enda er ekki landsleikjahlé í gangi og munu bæði lið því mæta til leiks með tilraunakennda leikmannahópa.

Reykjavíkurmótið:
19:00 Þróttur R. - ÍR (Egilshöll)
21:00 Fjölnir - KR (Egilshöll)

Fótbolti.net mótið:
17:30 Keflavík - Þróttur V. (Reykjaneshöllin)

Kjarnafæðismótið:
19:45 Þór - Magni (Boginn)

Vináttulandsleikur:
23:59 Kanada - Ísland (Championship Soccer Stadium)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner