Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 15. janúar 2021 20:35
Victor Pálsson
Cole: Man Utd getur ekki unnið deildina
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær og hans lærisveinar í Manchester United munu ekki vinna deildina á þessu tímabili þrátt fyrir að vera á toppnum fyrir stórleik við Liverpool um helgina.

Þetta segir Andy Cole, fyrrum framherji United, en Rauðu Djöflarnir komust á toppinn með 1-0 sigri á Burnley í vikunni.

Cole er afar ánægður með viðsnúning liðsins á tímabilinu en telur að það verði að lokum ekki nóg næsta sumar.

„Getur Manchester United farið alla leið og unnið deildina á tímabilinu? Nei, örugglega ekki," sagði Cole.

„Ég tel að það sé frábært afrek að vera á toppnum 12. janúar og eins og Ole sagði þá er mikil breyting síðan fyrir nokkrum mánuðum."

„Það voru allir að segja að hann ætti ekki að stýra þessu liði og það talar sínu máli hvernig hann hefur snúið genginu við."
Athugasemdir
banner
banner
banner