Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. janúar 2022 19:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Coutinho jafnaði metin gegn Man Utd
Coutinho skoraði jöfnunarmarkið.
Coutinho skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 2 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('6 )
0-2 Bruno Fernandes ('67 )
1-2 Jacob Ramsey ('77 )
2-2 Philippe Coutinho ('81 )

Philippe Coutinho, fyrrum leikmaður Liverpool, kom inn á sem varamaður og jafnaði metin fyrir Aston Villa gegn Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

United byrjaði leikinn betur og tók forystuna eftir fimm mínútna leik þegar Bruno Fernandes skoraði. Markið var í raun bara gjöf frá markverðinum Emiliano Martinez. Allavega var þetta ekki fallegasta mark sem Fernandes hefur skorað á ferlinum.

Frammistaðan hjá Man Utd í fyrri hálfleik var fín, sérstaklega til að byrja með.

Um miðbik seinni hálfleik komst United í 0-2 og aftur var það Fernandes sem skoraði. Fred vann boltann hátt á vellinum og kom boltanum á Fernandes sem kláraði vel.

En svo kom Coutinho inn á og allt fór úrskeiðis hjá Man Utd. Hinn efnilegi Jacob Ramsey minnkaði muninn á 77. mínútu og fjórum mínútum síðar jafnaði Coutinho. Villa spilaði frábæran fótbolta á þessum kafla.

Þetta var fyrsti leikur hins 29 ára gamla Coutinho í enska boltanum síðan hann yfirgaf Liverpool og fór til Barcelona í janúar 2018. Hann spilaði með Steven Gerrard, stjóra Aston Villa, í Liverpool og þekkjast þeir vel.

Klaufalegt hjá Man Utd miðað við þá stöðu sem þeir voru komnir í, en úrslitin eru líklega sanngjörn á endanum. Man Utd er í sjöunda sæti með 32 stig og Villa er í 13. sæti með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner