Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. janúar 2022 13:33
Brynjar Ingi Erluson
Potter ekki nógu stórt nafn fyrir Man Utd
Graham Potter
Graham Potter
Mynd: EPA
Paul Merson
Paul Merson
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United á að sækja enska stjórann Graham Potter í sumar en þetta segir Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports.

Ralf Rangnick mun stýra United út þetta tímabil og aðstoða félagið svo að finna arftaka hans.

Mörg nöfn koma til greina í stöðuna en Erik ten Hag, þjálfari Ajax, er sagður efstur á blaði.

Merson kom með áhugavert nafn inn í umræðuna er hann nefndi Graham Potter, stjóra Brighton. Potter hefur getið sér gott nafn síðustu ár.

Potter stýrði sænska liðinu Östersund. Hann tók við liðinu í fjórðu efstu deild og fór með liðið upp í efstu deild á fjórum árum áður en hann gerði liðið að bikarmeisturum árið 2017.

Hann var ráðinn til Swansea árið 2018 þar sem hann þjálfaði í eitt tímabil áður en hann tók við Brighton undir lok tímabils. Þar hefur hann náð frábærum árangri og segir Merson að hann ætti að koma til greina í starfið.

„Ef ég væri Manchester United þá myndi ég fylgjast með Graham Potter og fá hann í stöðuna. Af hverju ekki að fara á eftir honum? Þeir munu ekki gera það af því hann er ekki nafn," sagði Merson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner