Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. janúar 2023 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Arteta spurður út í Mudryk - „Reynum fyrst og fremst að bæta þá leikmenn sem eru hér"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk skrifaði í dag undir átta ára samning við Chelsea eftir að hafa verið aðalskotmark Arsenal síðustu vikur. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í Mudryk eftir 2-0 sigurinn á Tottenham.

Arsenal var lengi vel í viðræðum við Shakhtar um kaup á Mudryk en náði aldrei samkomulagi um kaupverð.

Chelsea stökk inn í viðræðurnar, bauð Shakhtar 89 milljónir punda og gekk frá samningum.

Stuðningsmenn Arsenal voru vitanlega sárir yfir þessum fregnum en þegar Arteta var spurður út í félagaskipti Mudryk sagði hann einfaldlega að hann væri ánægður með hópinn.

„Ég er stoltur af þeim leikmönnum sem við höfum hér. Við reynum alltaf að styrkja hópinn en félagið er fyrst og fremst að reyna að bæta þá leikmenn sem við höfum. Við þurfum að hafa aga og samræmi í þeim markmiðum. Við getum gert leikmennina betri og því best að einbeita sér að því,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner