Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. janúar 2023 18:29
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal með montréttinn í Norður-Lundúnum
Arsenal er með átta stiga forystu á toppnum
Arsenal er með átta stiga forystu á toppnum
Mynd: EPA
Harry Kane klúðraði nokkrum góðum færum
Harry Kane klúðraði nokkrum góðum færum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham 0 - 2 Arsenal
0-1 Hugo Lloris ('14 , sjálfsmark)
0-2 Martin Odegaard ('36 )

Arsenal er nú með 8 stiga forystu á toppnum eftir að hafa unnið nágranna sína í Tottenham, 2-0, í Lundúnum í dag. Mistök Hugo Lloris halda áfram að kosta liðið.

Frakkinn var bersýnilega ekki klár í stórleikinn því á 7. mínútu gerði hann sig sekan um slæm mistök eftir pressu en hann náði þó að bjarga sér á ögurstundu og varði skot Eddie Nketiah.

Sjö mínútum síðar kom fyrsta mark Arsenal og hafði það legið í loftinu. Bukayo Saka keyrði upp hægri vænginn og upp við endalínu áður en hann sparkaði boltanum fast fyrir markið. Boltinn hafði örllitla viðkomu af fætinum á Ryan Sessegnon og í átt að Lloris, en markvörðurinn blakaði boltanum í eigið net.

Frammistaða Lloris batnaði aðeins þegar á leið en hann var nálægt því að fá á sig annað mark er gott skot Thomas Partey hafnaði í stönginni.

Annað mark Arsenal kom á 36. mínútu og var það með glæsilegri mörkum þessa helgina. Martin Ödegaard var með boltann af 30 metrunum og lét vaða með föstu skoti meðfram grasinu og í hægra hornið. Óverjandi fyrir Lloris.

Harry Kane fékk ágætis skallafæri undir lok hálfleiksins en Aaron Ramsdale gerði vel og varði frá landa sínum.

Tottenham náði að sækja í sig veðrið í byrjun síðari hálfleiks en Ramsdale var frábær í marki gestanna. Kane komst næst því að skora en skjót viðbrögð Ramsdale með löppunum komu í veg fyrir mark.

Seinni hálfleikurinn hjá heimamönnum var aðeins betri en sá fyrri en það skilaði sér aldrei með marki og fer Arsenal með sigur af hólmi, 2-0.

Arsenal er á toppnum með 47 stig og nú átta stiga forystu á Manchester City sem er í öðru sæti. Tottenham er í 5. sæti með 33 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner