sun 15. janúar 2023 10:40
Aksentije Milisic
Forráðarmenn Inter sjá eftir því að hafa hætt við Dybala
Mourinho og Dybala.
Mourinho og Dybala.
Mynd: EPA

Inter ræddi lengi við Paulo Dybala síðasta sumar en hann varð samningslaus eftir tíma sinn hjá Juventus og fór Argentínumaðurinn frítt til AS Roma fyrir tímabilið.


Margt stefndi í það að hann myndi fara til Inter en svo gerðist ekki. Samkvæmt La Gazzetta dello sport þá sjá forráðarmenn Inter mikið eftir því að hafa ekki klárað skiptin.

Frábær frammistaða Dybala með Roma mun hafa komið þeim á óvart. Þar hefur hann verið potturinn og pannan í liði Roma en hann er markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa misst svolítið úr vegna meiðsla.

Inter ákvað frekar að fá Romelu Lukaku aftur til liðsins frá Chelsea en þau skipti hafa ekki gengið upp enn sem komið er. Lukaku hefur spilað sáralítið á þessu tímabili vegna þrálátra meiðsla.

Inter byrjaði tímabilið ekki vel í deildinni en hefur svo unnið sig betur inn eftir því sem liðið hefur. Lautaro Martinez skoraði sigurmark liðsins gegn Hellas Verona í gær en Inter er í fjórða sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner