Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. janúar 2023 12:55
Aksentije Milisic
Mudryk búinn að standast læknisskoðun hjá Chelsea
Mynd: Getty Images

Mykhaylo Mudryk er búinn að standast læknisskoðun hjá Chelsea og er hann þessa stundina að skrifa undir samning við félagið.


Þessu greinir Fabrizio Romano frá á Twitter en Chelsea vill kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum liðsins á Stamford Bridge í dag þegar liðið mætir Crystal Palace.

Arsenal hafði verið í viðræðum við Shakhtar síðustu vikur og lagt fram tvö tilboð áður en Chelsea hoppaði inn í viðræðurnar og stal honum fyrir framan nefið á Arsenal.

Mudryk er 22 ára en hann hefur átt frábært tímabil hjá Shakhtar og vakið mikla athygli í Meistaradeild Evrópu.

Hann á að baki átta leiki fyrir landslið Úkraínu og þá hefur hann spilað með Shakhtar Donetsk, Arsenal Kyiv og Desna Chernihiv á sínum ferli.


Athugasemdir
banner
banner
banner