banner
   sun 15. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ounahi næstur inn á eftir Rutter
Mynd: Getty Images
Leeds United ætlar að sækja Marokkómanninn Azzedine Ounahi þegar búið er að ganga frá kaupunum á Georginio Rutter frá Hoffenheim.

Enska félagið mun kynna Rutter á næstu dögum en félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og á hann nú aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun.

Hann mun kosta Leeds um 35 milljónir punda og er félagið nú þegar byrjað að vinna í næsta leikmanni.

Það er Marokkómaðurinn Azzedine Ounahi en hann var enin besti leikmaður Marokkó er liðið komst í undanúrslit HM í Katar undir lok síðasta árs.

Áhuginn á Ounahi er mikill og er Napoli einnig sagt í baráttunni um hann en Leeds hefur þegar rætt við franska félagið Angers og umboðsmann leikmannsins.

Napoli lagði fram 15 milljón evra tilboð á dögunum en því tilboði var hafnað. Paris Saint-Germain sýndi áhuga á að fá hann en félagið mun ekki leggja fram tilboð í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner