sun 15. janúar 2023 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Willum skoraði klaufalegt sjálfsmark í jafntefli
Willum skoraði í eigið net gegn Utrecht
Willum skoraði í eigið net gegn Utrecht
Mynd: Go Ahead Eagles
Willum Þór Willumsson, einn af bestu mönnum Go Ahead Eagles í Hollandi, skoraði heldur klaufalegt mark í 2-2 jafntefli liðsins gegn Utrecht í hollensku deildinni í dag.

Íslendingurinn hefur átt gott tímabil frá því hann kom frá BATE Borisov síðasta sumar en hann byrjaði leikinn í dag ekkert sérstaklega vel.

Á 3. mínútu leiksins fékk Utrecht aukaspyrnu á miðjum velli og fór Willum í teiginn til að verjast henni. Einhver misskilningur var þó á milli hans og markvarðarins því Willum fór í áttina að boltanum og fékk hann í bringuna á sér og í netið.

Sjáðu sjálfsmarkið hér

Willum var eðlilega ósáttur og voru einhver orðaskipti á milli hans og markvarðarins.

Eagles kom til baka er Bobby Adekanye jafnaði með laglegu skoti fyrir utan teig eftir hornspyrnu en Utrecht var ekki lengi að ná forystu á nýjan leik.

Undir lok leiks jafnaði Eagles og nældi sér í stig. Eagles er í 10. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner