Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   mán 15. febrúar 2016 22:19
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin: Ekki ánægður að vera boðinn til Víkings
Gary Martin í búningi Víkings í kvöld.
Gary Martin í búningi Víkings í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá kynningu Martin til Víkings í kvöld.
Frá kynningu Martin til Víkings í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martin ásamt Milos Milojevic þjálfara Víkings.
Martin ásamt Milos Milojevic þjálfara Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Svo fékk ég símtal um að ég hafi verið boðinn til Víkings Reykjavíkur. Ég var ekki ánægður með það því ég hélt að allt væri í lagi  svo ég athugaði málið og komst að því að það væri rétt. Ég veit hver átti þetta símtal þó ég ætla ekki að segja frá því.
,,Svo fékk ég símtal um að ég hafi verið boðinn til Víkings Reykjavíkur. Ég var ekki ánægður með það því ég hélt að allt væri í lagi svo ég athugaði málið og komst að því að það væri rétt. Ég veit hver átti þetta símtal þó ég ætla ekki að segja frá því.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég vann deildina, bikarinn tvisvar, gullskóinn og silfurskóinn.  Það var biturt að fá þessa framkomu árið 2015 en það sýnir manni bara hvernig fólk getur breyst. Ég er ekki óánægður heldur bara vonsvikinn.''
,,Ég vann deildina, bikarinn tvisvar, gullskóinn og silfurskóinn. Það var biturt að fá þessa framkomu árið 2015 en það sýnir manni bara hvernig fólk getur breyst. Ég er ekki óánægður heldur bara vonsvikinn.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ef ég verð Jamie Vardy Víkings í sumar þá býð ég upp á bjórinn.''
,,Ef ég verð Jamie Vardy Víkings í sumar þá býð ég upp á bjórinn.''
Mynd: Getty Images
„Það er undarlegt að skipta í febrúar, ég hefði haldið að ef það myndi gerast þá hefði það gerst í lok síðasta tímabils en fótboltinn er skrítinn og það getur allt gerst," sagði Gary Martin við Fótbolta.net í kvöld eftir að hann gekk í raðir Víkings frá KR.

„Nú er ég kominn til Víkings en fyrir þremur vikum hefði ég getað verið seldur erlendis. Allt getur gerst, en ég er spenntur fyrir því að vera kominn hingað og það er aðalatriðið fyrir mér að vera orðinn glaður aftur," sagði Martin en Breiðablik bauð líka í hann auk þess sem fleiri félög sýndu honum áhuga.

„Já ég hafði aðra möguleika en aðrir möguleikar voru svipaðir KR. Auðvitað vil ég vera í titilbaráttu en ég hef verið í henni og vil bara fá gleðina aftur og ástríðuna fyrir fótbolta. Fólk heldur að það sé auðvelt að spila fyrir stóru liðin en það er ekki svo. Pressan er mikil á hverri einustu æfingu en ég vildi bara geta byrjað að njóta fótboltans og fá gleði í lífið aftur og þess vegna fór ég til Víkings.

Hefði farið í Breiðablik ef Atli hefði verið seldur
Gary Martin er mikill vinur Atla Sigurjónssonar leikmanns Breiðabliks sem spilaði með honum í KR, honum bauðst að ganga til liðs við hann aftur þar en hafnaði Blikum og valdi Víking.

„Þess vegna fór ég ekki, ég hefði farið ef þeir hefðu selt hann," grínaðist hann. „Hann spilaði stórt hlutverk, ég var mjög spenntur fyrir Breiðablik en ég hlustaði mikið á kærustuna og ræddi málin við mig. Það er bara eins og KR þar, ekkert öðruvísi. Breiðablik endaði fyrir ofan KR á síðustu leiktíð og KR er stærsta félagið og hefur unnið flesta titla. En þeir voru ekki eins góðir og Breiðablik og mín skoðun er sú að ef Breiðablik hefði haft framherja frá upphafi tímabilsins þá hefðu þeir unnið deildina."

„Þetta var samt ekki auðveld ákvörðun, hún var erfiðari en þegar ég ákvað að koma til Íslands. Ég vildi ekki ákveða mig á einum degi en KR þurfti að heyra ákvörðun mína því þeir eru að fara í keppnisferð til útlanda. Ég hefði getað verið áfram hjá KR en ég var ekki ánægður þar. Eins og allir fótboltamenn myndu segja þér þá verður maður að vera ánægður til að spila fótbolta. Hjá mér snerist þetta um ánægju og finna gleðina aftur í fótboltanum."


Ekki ánægður að vera boðinn til Víkings
Það voru uppákomur hjá KR á síðasta tímabili þar sem ljóst var að Gary var ekki ánægður hjá félaginu. Hann ákvað samt í lok tímabilsins að vera áfram hjá félaginu. Hvað gerðist síðan þá og þar til núna þegar hann skiptir.

„Það vissu allir af vandamálunum síðasta sumar, kannski átti ég einhverja sök og Bjarni (Guðjónsson þjálfari KR) líka, en við leystum það mál. Við settumst niður og ræddum málin og vorum í góðum málum og ég var ánægður með að vera hjá KR á undirbúningstímabilinu. Svo fékk ég símtal um að ég hafi verið boðinn til Víkings Reykjavíkur. Ég var ekki ánægður með það því ég hélt að allt væri í lagi svo ég athugaði málið og komst að því að það væri rétt. Ég veit hver átti þetta símtal þó ég ætla ekki að segja frá því."

Tel mig einn af bestu framherjum deildarinnar
„Eftir þetta símtal tók Víkingur málið í sínar hendur og keyrði það í gegn. Það þarf hugrekki til þess. Ég tel mig einn af betri leikmönnum deildarinnar og einn af bestu framherjum deildarinnar og þeir keyrðu þetta í gegn til að næla í mig."

„Ég held að það hefðu ekki mörg lið í sama gæðaflokki eins og Fjölnir og Fylkir gert það. Þau hefðu ekki reynt og það er gott að finna að maður er eftirsóttur. Ég er virkilega ánægður með að hafa komið hingað."


Bjarni sagði að ég væri ekki í plönum hans
Breiðablik var möguleiki hjá Gary allt þar til hann valdi í dag að semja við Víking.

„Breiðablik er frábært félag og unglingastarfið þeirra og hvernig þeir búa til leikmenn og selja er frábært. Þeir eru með frábæran þjálfara og þetta var mjög erfið ákvörðun. En ég valdi þetta. Við Bjarni vorum búnir að leysa okkar ágreining og við skiljum í góðu. Ég óska honum alls hins besta. Það voru engin vandamál milli mín og Bjarna þegar ég kvaddi en ég var ekki í plönum hans. Ég vil spila, ég vil ekki byrja tvo leiki á bekknum og koma svo inn. Ég vil verða gamli Gary Martin sem spilar og hleypur í öllum leikjum og er glaður."

En var það semsagt Bjarni sem ákvað að Gary skildi yfirgefa KR?

„Já ég held að hann hafi tekið þá ákvörðun og stjórnin samþykkti það. Stjórnin sagðist vilja hafa mig en tók tilboðunum og Bjarni talaði við mig og sagði að ég væri ekki í plönum hans. Svona er fótboltinn. Þeir eru með leikmennina sem þeir vildu og ég fékk tækifæri til að fara og vildi nýta það."

„Ég sit ekki hjá KR því þetta er KR. Ég fæ ekki bara borgað og spila hjá KR og geng um og tel mig svo stóran því ég er hjá KR. Ég vil spila og það er sama hvort það er fyrir topplið eða ekki. Mér var kennt að reyna að ná því besta út úr mér og ég geri það ekki ef ég er bara hugsaður sem uppfylling í hópinn og spila ekki eða er á bekknum. Því varð ég að fara og taka ákvörðun fljótt og er ánægður með að vera kominn hingað."


Vonsvikinn með viðskilnaðinn við KR
Ertu ósáttur við að hafa þurft að yfirgefa KR?

„Ég er ekki óánægður heldur bara vonsvikinn eftir það sem ég gerði á tveimur árum undir stjórn Rúnars og þeim árangri sem ég náði. Ég vann deildina, bikarinn tvisvar, gullskóinn og silfurskóinn. Það var biturt að fá þessa framkomu árið 2015 en það sýnir manni bara hvernig fólk getur breyst. Ég er ekki óánægður heldur bara vonsvikinn. En ég er ánægður með að vera kominn hingað."

Hjá Víkingi gerði Gary þriggja ára samning en hann kom fyrst hingað til lands árið 2010 og gekk til liðs við ÍA en samdi svo við KR á miðju tímabili 2012.

„Ég vildi ekki semja bara til tveggja ára hérna. Hvað getur maður gert á tveimur árum? Kannski helling því ég gerði helling á tveimur árum hjá KR, en þegar ég lýk samningi mínum eftir þrjú ár verð ég 28 ára og á fjögur til fimm góð ár enn eftir. Ég vil hjálpa Víkingi að fara í rétta átt, kannski eins og Stjarnan sem kom upp úr engu.

Má vonandi kalla mig Jamie Vardy Víkings
Víkingur endaði í 9. sæti deildarinnar í fyrra en hvað getur liðið gert í sumar?

„Hvað sem er. Hvað gerði Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Það er aldrei að vita. Ég segi ekki að Víkingur geti unnið deildina en við erum með gæði. Við erum með góða leikmenn sem hafa unnið eitthvað, við erum með Robba í markinu, Viktor Bjarka, mig, Alan og Iain sem vann bikarinn í fyrra. Það eru sigurvegarar þarna. Við vitum hvað þarf til að vinna en þurfum að gera þetta rétt. Við erum með frábæran þjálfara sem vill spila fótbolta. Áhugi hans á mér er ástæða þess að ég kom, hann er topp maður. Víkingur getur farið eins hátt og við viljum."

Fyrst Gary kom með líkingar við Leicester var sjálfsagt að spyrja hann hvort það megi kalla hann Jamie Vardy Víkings?

„Vonandi og ég get sagt þér það að ef það gerist í sumar þá býð ég upp á bjórinn," sagði Martin en býst hann við að spila frammi eða á kanti eða hvað?

„Það hefur ekki verið rætt en Víkingur er með Viktor Jóns sem hefur mikla hæfileika frammi. Kannski verða tveir frammi en ef við verðum þrír þá get ég verið á kantinum eða Viktor. Við erum allir íþróttamenn svo það skiptir ekki máli, við skiljum fótboltann. Viktor skoraði 20 mörk í 1. deildinni í fyrra og mér finnst hann mjög góður. Það er fáránleg tölfræði og ég sæi ekki marga Pepsi framherja gera það. En við sjáum til Milos er þjálfarinn og við sjáum til hvort við spilum saman eða hlið við hlið eða fyrir aftan hvorn annan. Ég er bara ánægður með að vera hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner