Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   fim 15. febrúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Gulli Jóns kynnir hugmyndina að Návígi - Sex þættir framundan
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Þór
Fyrsti þáttur af Návígi í umsjón Gunnlaugs Jónssonar fór í loftið í dag en þar ræðir Heimir Guðjónsson um feril sinn sem leikmaður. Um er að ræða nýja þáttaröð sem verður á Fótbolta.net næstu vikurnar.

„Þetta eru hlaðvarpsþættir þar sem ég fæ einn aðila í návígi og við förum yfir feril viðkomandi," segir Gunnlaugur um þættina.

Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Gunnlaugi á EM í körfubolta í Finnlandi í fyrra. Hann var þá á spjalli við vini sína sem hlusta reglulega á körfubolta podcast frá Bandaríkjunum.

„Ég hitti Hafliða eiganda Fótbolta.net í flughöfninni heima og boðaði mig á fund hans. Ég held að þetta hafi verið og sé góð hugmynd."

Sex þættir á dagskrá
Gunnlaugur er nú þegar búinn að taka viðtöl við Heimi Guðjónsson, Heimi Hallgrímsson og Ólaf Kristjánsson. Þættirnir verða vikulega á Fótbolta.net næstu vikurnar en einnig eru fyrirhuguð viðtöl við Ólaf Jóhannesson, Rúnar Kristinsson og Veigar Pál Gunnarsson.

„Þetta er um það bil tveggja klukkutíma spjall þar sem farið er yfir víðan völl," útskýrir Gunnlaugur.

„Almennt er hugsunin sú að menn eru að tala um hluti sem þeir hafa ekki talað um lengi. Ólafur Kristjáns talar til dæmis um sinn leikmannaferil og Heimir Hallgrímsson talar um sinn stutta leikmannaferil og tímann með karla og kvennalið ÍBV. Ég held að þetta sé áhugavert og ætti að geta fallið í góðan jarðveg."

Hér má hlusta á fyrri hlutann af Návígi með Heimi Guðjónssyni.

Síðari hlutinn birtist á morgun.


Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Athugasemdir
banner
banner
banner