Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. febrúar 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Andy Cole: Staða Özil eins og í grínmynd
Í basli.
Í basli.
Mynd: Getty Images
„Þetta er að verða svolítið eins og í grínmynd í augnablikinu," sagði Andy Cole í umræðu á Sky í gær þegar hann var spurður út í stöðu Mesut Özil hjá Arsenal.

Özil var ekki í leikmannahópi Arsenal gegn BATE Borisov í Evrópoudeildinni í gær en hann hefur einungis tekið þátt í um það bil helming leikja liðsins á tímabilinu. Unai Emery, stjóri Arsenal, virðist ekki vera mikill aðdáandi Özil og framtíð Þjóðverjans hjá félaginu er í óvissu.

„Stjórinn er kannski búinn að ákveða að hann vilji hann ekki í liðinu. Hann leggur ekki nógu hart að sér eða hvað sem er, en ég held að sumir aðrir leikmenn í liðinu væru til í að leggja aðeins harðar að sér til að hann gæti fengið boltann og komið með galdra," sagði Cole.

„Arsenal hefur gert þetta í gegnum tíðina, til dæmis þegar Wenger var þarna. Þú þarft að spila bestu leikmönnunum og Özil er einn besti leikmaður Arsenal. Ef þú myndir spyrja Lacazette eða Aubameyang: 'Viltu að Mesut spili?' Þeir myndu segja strax 'allan daginn. Þetta er virkilega skrýtið."
Athugasemdir
banner
banner
banner