Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. febrúar 2019 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
Ari Freyr lagði upp - Allain gerði mistök
Ari Freyr er með þokkalegan vinstri fót.
Ari Freyr er með þokkalegan vinstri fót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn er Lokeren tapaði fyrir Standard Liege í efstu deild í Belgíu fyrr í kvöld.

Ari og félagar lentu þremur mörkum undir í leiknum og náðu að klóra í bakkann með marki eftir hornspyrnu.

Ari tók hornspyrnuna og fékk skráða stoðsendingu á sig og er hægt að sjá markið hér fyrir neðan.

Lokeren er á botni deildarinnar þegar nokkrar umferðir eru eftir og þarf því að sigra næstu leiki sína til að forða sér frá falli.

Það eru þó skárri fréttir úr franska boltanum þar sem Bobby Allain tók byrjunarliðssæti Rúnars Alex Rúnarssonar á milli stanga Dijon fyrir nokkru.

Allain var í byrjunarliðinu er Dijon tapaði 2-0 fyrir Nimes og skrifast fyrsta markið einmitt á keppinaut Rúnars, sem var kominn of langt úr markinu þegar Teji Savanier ákvað að láta vaða úr miðjuboganum.

Rúnar missti sæti sitt í byrjunarliðinu eftir mistök og hefur Allain staðið sig vel síðan. Nú er aldrei að vita nema að hlutirnir breytist og okkar efnilegi markvörður fái aukinn spilatíma.

Talandi um efnilega markverði þá varði hinn 17 ára gamli Jökull Andrésson mark U23 liðs Reading í dag. Hann þykir gríðarlega öflugur en fékk tvö mörk á sig í 0-2 tapi.

Ísak Snær Þorvaldsson og Atli Barkarson voru þá í byrjunarliðinu hjá U23 liði Norwich sem tapaði 4-0 gegn Wolves.

Nimes 2 - 0 Dijon

St. Liege 3 - 1 Lokeren

Reading U23 0 - 2 Newcastle U23

Wolves U23 4 - 0 Norwich U23




Athugasemdir
banner
banner
banner