fös 15. febrúar 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Bild: Chelsea búið að bjóða í Jovic
Mynd: Getty Images
Þýski fjölmiðillinn Bild heldur því fram að Chelsea sé búið að leggja fram tilboð í Luka Jovic, framherja Eintracht Frankfurt.

Samkvæmt þýska miðlinum hljóðar tilboðið upp á 45 milljónir evra. Chelsea ætlar sér að fá framherja fyrir næsta tímabil en Mauro Icardi hefur einnig verið nefndur til sögunnar.

Gonzalo Higuain kom til Chelsea á láni í janúar og Alvaro Morata fór til Atletico Madrid, einnig á láni. Olivier Giroud verður samningslaus í sumar en hann fer að öllum líkindum frá félaginu í sumar.

Luka Jovic er fæddur árið 1997 og spilar með landsliði Serbíu. Leikmaðurinn er búinn að skora 14 mörk í nítján leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Fleiri lið eru sögð áhugasöm um leikmanninn en Barcelona og Real Madrid hafa þar verið nefnd til sögunnar.
Athugasemdir
banner