Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. febrúar 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
England um helgina - Stórleikur í bikarnum
Man Utd mætir Chelsea á mánudag.
Man Utd mætir Chelsea á mánudag.
Mynd: Getty Images
Spilar Aguero gegn Newport á morgun?
Spilar Aguero gegn Newport á morgun?
Mynd: Getty Images
Einungis sjö úrvalsdeildarfélög eru eftir í ensku bikarkeppninni en leikið verður í 16-liða úrslitum keppninnar um helgina. Enska úrvalsdeildin fær frí.

Fyrsta liðið sem að getur tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum verður annaðhvort QPR eða Watford en liðin mætast í kvöld.

Á morgun eru þrír leikir á dagskrá í keppninni en Brighton fær Derby í heimsókn í fyrsta leik morgundagsins. Derby sló Southampton til að mynda út úr keppninni en Frank Lampard er að sjálfsögðu stjóri liðsins.

C-deildarliðið AFC Wimbledon fær Millwall í heimsókn um miðjan dag áður en að Englandsmeistarar Manchester City mæta D-deildarliði Newport County. Liðið sló út Leicester City í keppninni ásamt því að slá Middlesbrough út í umferðinni á eftir. Manchester City er búið að slá út Burnley og Rotherdam.

Bristol City og Wolves mætast í fyrsta leik sunnudagsins en sá leikur hefst klukkan 13:00. Doncaster fær úrvalsdeildarlið Crystal Palace í heimsókn um miðjan dag og á sama tíma mætast Swansea og Doncaster.

Stórleikurinn í þessum 16-liða úrslitum er án efa viðureign Chelsea og Manchester United en sá leikur fer þó ekki fram fyrr en á mánudagskvöldið á Stamford Bridge.

Chelsea fékk skell um síðustu helgi þegar liðið var niðurlægt af Englandsmeisturum Manchester City en lokatölur urðu 6-0, City í vil. Fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfari Manchester United kom í vikunni þegar liðið fékk PSG í heimsókn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Í kvöld:
19:45 QPR – Watford (Stöð 2 Sport)

Laugardagur:
12:30 Brighton – Derby (Stöð 2 Sport)
15:00 AFC Wimbledon – Millwall (Stöð 2 Sport)
17:30 Newport County – Manchester City (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
13:00 Bristol City – Wolves (Stöð 2 Sport)
16:00 Doncaster – Crystal Palace (Stöð 2 Sport)
16:00 Swansea – Brentford (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
19:30 Chelsea – Manchester United (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner