Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. febrúar 2019 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Watford sló QPR úr leik
Mynd: Getty Images
QPR 0 - 1 Watford
0-1 Etienne Capoue ('45)

QPR tók á móti Watford í 16-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld. QPR leikur í Championship deildinni og mætti Javi Gracia, stjóri Watford, með hálfgert varalið til leiks þar sem hann gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta deildarleik.

Leikurinn var afar bragðdaufur og munaði afar litlu á liðunum, sem áttu samanlagt aðeins tvö skot á rammann í leiknum, eitt á lið.

Etienne Capoue skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Um hálfgert heppnismark var að ræða þar sem knötturinn endaði hjá Capoue innan vítateigs eftir atgang í kjölfar hornspyrnu.

Varnarleikur Watford var of sterkur fyrir QPR sem fann enga leið í gegn og tapaði 0-1. Þetta var þriðji leikur Watford í bikarnum í ár og er liðið ekki enn búið að fá mark á sig.
Athugasemdir
banner
banner