Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. febrúar 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Gomes ætlar að leggja hanskana á hilluna í sumar
Mynd: Getty Images
„Planið í augnablikinu er að hætta í lok tímabils," segir markvörðurinn Heurelho Gomes í viðtali við Independent í dag.

Gomes fagnar 38 ára afmæli sínu í dag og eftir langan feril í enska boltanum með Tottenham og Watford ætlar hann að hætta í sumar.

„Maður veit aldrei en ég er 99% viss um að ég hætti. Ég verð örugglega áfram viðloðandi fótbolta en þá utan vallar en ekki innan."

Gomes stefnir á að verða umboðsmaður og hjálpa brasilískum leikmönnum að koma í ensku úrvalsdeildina. „Ég þekki hvernig leikmenn þarf í ensku úrvalsdeildinni og hvernig leikmenn geta aðlagast því að vera hér," sagði Gomes.

Gomes er varamarkvörður Watford í dag en hann spilar leikina í enska bikarnum og verður í markinu gegn QPR í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner