Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. febrúar 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar Heiðar: Sleikur við mafíósa eftir sigur á Fenerbahce
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þessi tími var eftir á eftirminnilegur og skemmtilegur. Maður er með 100 sögur fyrir elló þegar maður verður eldri," segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson í ÍBV hlaðvarpinu þegar hann talar um tíma sinn hjá Konyaspor í Tyrklandi tímabilið 2013/2014.

Gunnar rifjar meðal annars upp eftirminnilegan 3-2 sigur á Fenerbahce í fyrsta leik sínum með Konyaspor.

„Ég klúðraði víti í fyrsta skipti á ferlinum og hugsaði hvort ég yrði grýttur eftir leik," sagði Gunnar Heiðar um þennan eftirminnilega leik.

Konyaspor náði að snúa taflinu við og Gunnar Heiðar lagði upp sigur. „Ég hef aldrei séð annað eins. Það tryllist allt. Það varð kaos þarna," sagði Gunnar Heiðar.

„Fólk streymdi að pöllunum og við sprettum niður í gryfjuna. Þar náði mér einhver gaur og það var high-five og sleikur og ég veit ekki hvað og hvað. Lögreglan ýtti gaurnum í burtu og þá kom maður inn í klefa þar sem allir mafíósarnir voru mættir og þar var aftur sleikur."

Eftir leikinn fóru þrír leikmenn Konyaspor á fund með forráðamönnum félagsins að semja um bónusgreiðslur fyrir sigurinn. Gunnar Heiðar fékk síðan umslag með pening í.

„Þetta var ein milljón í cash út af þessum leik sem við unnum. Þetta var grillað," sagði Gunnar Heiðar.

Tíminn í Tyrklandi var ansi skrautlegur en í ÍBV hlaðvarpinu ræðir hann einnig steiktar samningaviðræður, sumarhús í eyðimörkinni, garðyrkjumenn á glugganum og fleira.

Þáttinn má hlusta í heild sinni hérna (Umræðan um Tyrkland byrjar á 1:26:00).

Einnig er hægt að hlusta í hlaðvarpsveitum.

Sjá einnig:
Gunnar Heiðar barðist við Ledley King og hló að Crouch
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner