Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. febrúar 2019 09:10
Magnús Már Einarsson
Juventus býður Dybala og pening í Salah
Powerade
Fer Dybala til Liverpool í sumar?
Fer Dybala til Liverpool í sumar?
Mynd: Getty Images
Suso er orðaður við Tottenham.
Suso er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag og bjóða upp á þykkan slúðurpakka.



Juventus hefur boðið Liverpool 44 milljónir punda og Paulo Dybala (25) í skiptum fyrir Mohamed Salah (26). (Mail)

Arsenal er að undirbúa tilboð í Kai Havertz (19) miðjumann Bayer Leverkusen en hann á að leysa Mesut Özil (30) af hólmi. (ESPN)

Chelsea vonast til að geta keypt Gonzalo Higuain (31) fyrir lægri fjárhæð en 31,8 milljón punda ef félagið ákveður að kaupa hann í sumar. Argentínumaðurinn er í láni hjá Chelsea en í lánssamningnum er klásúla um möguleg kaup á 31,8 milljón punda. (ESPN)

Everton, Manchester United og Wolves hafa áhuga á kantmanninum Yacine Brahimi (29) hjá Porto en hann er samningslaus í sumar. (Correio da Manha)

Jose Mourinho vildi kaupa miðvörðinn Jamal Lascelles (25) frá Newcastle til Manchester United áður en hann var rekinn. (ESPN)

Tottenham virðist ætla að hafa betur gegn Arsenal í baráttunni um Suso (25) miðjumann AC Milan. Suso, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, er verðmetinn á 35 milljónir punda. (Mirror)

Chelsea er tilbúið að borga 39,7 milljónir punda fyrir Luka Jovic (21) framherja Eintracht Frankfurt en hann er í láni frá Benfica. (Bild)

Manchester United vill ganga frá nýjum samningum við David De Gea (28) og Marcus Rashford (21) fyrir lok tímabilsins. (Goal)

Son Heung-min (26) er að gera nýjan samning við Tottenham upp á 150 þúsund pund í laun á viku. Son skrifaði síðast undir nýjan samning síðastliðið sumar en hann er nú að fá aðra launahækkun. (Mail)

Laurent Blanc (53), fyrrum þjálfari PSG og franska landsliðsins, hefur ráðið umboðsmenn til að finna fyrir sig starf í ensku úrvalsdeildinni. (Mirror)

Félagaskipti Marouane Fellaini (31) til Shandong Luneng hafa hjálpað Manchester United að stækka markaðsvirði sitt í Kína. (Manchester Evening News)

Matthijs de Ligt (19) varnarmaður Ajax vill feta í fótspor liðsfélaga síns Frenkie de Jong og ganga í raðir Barcelona. (Goal)

Barcelona getur ekki greitt þær 75 milljónir punda sem Ajax vill fyrir De Ligt. Því aukast líkurnar á að hann fari til Manchester City. (Mail)

Fyrrum hollenski landsliðsmaðurinn Rene van der Gijp vill að De Ligt fari til Liverpool og spili í hjarta varnarinnar þar með landa sínum Virgil van Dijk. (Star)

Inter ætlar ekki að selja framherjann Mauro Icardi (25) þó hann hafi verið sviptur fyrirliðabandinu hjá liðinu. (Sky Sport)

Marc Overmars, fyrrum kantmaður Arsenal, segir að Alexis Sanchez (30) gæti snúið aftur til félagsins. (ADN Deportes)

Thibaut Courtois (26) markvörður Real Madrid segist spenntur fyrir að spila aftur með landa sínum Eden Hazard (28). Þeir voru liðsfélagar hjá Chelsea og gætu nú sameinast á ný hjá Real Madrid. (FourFourTwo)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, vill velja Declan Rice (20) leikmann West Ham í næsta landsliðshóp í mars en óvíst er hvort hann fái leyfi í tæka tíð. Rice á vináttulandsleiki að baki með Írum en hann ætlar nú að spila með Englendingum í framtíðinni. (Sky Sports)

John Terry, fyrrum varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins, ráðlagði Rice að spila frekar fyrir England en Írland. (Sun)

Amanda Staveley hefur ennþá áhuga á að kaupa Newcastle United af Mike Ashley. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner