fös 15. febrúar 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Watford talar um það þegar hann var skotinn
Adalberto Penaranda.
Adalberto Penaranda.
Mynd: Getty Images
Adalberto Penaranda, framherji Watford, hefur opnað sig um það þegar hann varð fyrir skotárás í heimalandi sínu Venesúela fyrir fjórum árum síðan.

Hinn 21 árs gamli Penaranda lék sinn fyrsta leik með Watford í enska bikarnum gegn Woking í síðasta mánuði og hann fær líklega einnig sénsinn gegn QPR í kvöld.

„Þegar ég var 17 ára var ég skotinn í fótinn. Ég var í húsi hjá vini mínum í Barrio með nokkrum fótboltamönnum og við vorum að spjalla saman þegar vopnaðir menn komu og byrjuðu að skjóta okkur," sagði Penaranda í viðtali á heimasíðu Watford.

„Vinur minn var skotinn í höndina og ég var skotinn í fótinn. Skotið fór í gegnum fótinn og þetta var mjög sársaukafullt."

„Ég var heppinn að meiðast ekki illa. Ég fór á sjúkrahús og það var mikið blóð. Þeir hreinsuðu sárið, ég fékk bólgueyðandi töflur og sárabindi og þurfti ekki að fara í aðgerð. Sem betur fer fór skotið ekki í vöðvann."

Athugasemdir
banner
banner
banner