Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. febrúar 2019 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: FH hafði betur gegn Víkingi R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 3 FH
0-1 Brandur Olsen ('18)
1-1 Rick Ten Voorde ('63)
2-1 Halldór Smári Sigurðsson ('66)
2-2 Jónatan Ingi Jónsson ('77)
2-3 Jakup Thomsen ('82)

FH hafði betur gegn Víkingi R. í Lengjubikarnum í kvöld eftir fjörugan leik í Egilshöllinni.

Þórður Ingason varði vítaspyrnu frá Halldóri Orra Björnssyni snemma leiks en Brandur Olsen kom FH-ingum yfir skömmu síðar.

Hafnfirðingar voru yfir í hálfleik en Víkingur R. sneri stöðunni við eftir leikhlé. Rick Ten Voorde jafnaði og skoraði Halldór Smári Sigurðsson þremur mínútum síðar, og staðan orðin 2-1.

Jónatan Ingi Jónsson jafnaði þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og skoraði Jakup Thomsen mark, sem reyndist sigurmarkið, fimm mínútum síðar.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í Lengjubikarnum í ár. FH mætir Keflavík á miðvikudaginn en Víkingur á næst leik við Breiðablik á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner