Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 15. febrúar 2019 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Loksins sigur hjá Kára í Tyrklandi - Gornik tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason lék allan leikinn er Genclerbirligi vann loksins leik í tyrknesku B-deildinni.

Kári ög félagar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn gegn Elazigspor í dag. Elazigspor er fyrrverandi félag Theódórs Elmars Bjarnasonar, en hann fór í burt þegar laun hans voru ekki greidd á réttum tíma.

Bogdan Stancu gerði bæði mörk Genclerbirligi í leiknum eftir undirbúning frá Stephane Sessegnon, sem var á mála hjá PSG, West Brom og Sunderland.

Kári og félagar eru enn í toppbaráttu B-deildarinnar þrátt fyrir að hafa tapað fjórum í röð. Liðið er í öðru sæti, tveimur stigum frá toppliði Denizlispor sem á leik til góða.

Adam Örn Arnarson lék þá allan leikinn er Gornik Zabrze tapaði fyrir Pogon Szczecin í pólska boltanum.

Þetta var annar leikur Adams með Gornik og er liðið í fallbaráttu eftir tapið, með 20 stig eftir 22 umferðir.

Elazigspor 1 - 2 Genclerbirligi
0-1 Bogdan Stancu ('19)
1-1 E. Gokce ('22)
1-2 Bogdan Stancu ('53)

Pogon Szczecin 3 - 1 Gornik Zabrze
Athugasemdir
banner
banner