fös 15. febrúar 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Lovren fór til Króatíu í þeirri von að verða klár fyrir leikinn gegn Bayern
Van Dijk gerir allt til að verða klár.
Van Dijk gerir allt til að verða klár.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, fór heim til Króatíu í meðhöndlun hjá styrktarþjálfara í þeirri von að hann geti orðið klár fyrir leikinn gegn Bayern München í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Lovren gerir allt sem hann getur til að verða leikfær en Jurgen Klopp sagði í gær að ólíklegt væri að hann myndi ná leiknum.

Lovren er að glíma við meiðsli aftan í læri en þau hafa haldið honum utan vallar síðan 7. janúar.

Virgil van Dijk er í leikbanni gegn Bayern og Joe Gomez er einnig meiddur.

Möguleiki er á að miðjumaðurinn Fabinho verði því við hlið Joel Matip í hjarta varnarinnar á þriðjudag. Klopp er í það minnsta ekki alltof bjartsýnn á að Lovren nái sér í tæka tíð.

„Ég vil ekki útiloka það en við getum ekki reiknað með því," sagði Klopp en lið Liverpool kemur aftur til Englands um helgina eftir æfingaferð á Spáni. Lovren fór ekki með í þá ferð vegna meiðslanna.

„Ef Dejan gefur merki á mánudaginn og segir 'Mér líður frábærlega' þá hugsum við þetta upp á nýtt. Í augnablikinu erum við að undirbúa leikinn og í þeim undirbúningi er Dejan ekki með. Við þurfum að finna aðrar lausnir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner