Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. febrúar 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
„Sanchez er vonlaus og frammistaðan er djók"
Mynd: Getty Images
Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið duglegur við það að tjá sig um hina ýmsu hluti sem að tengjast Man Utd síðustu vikurnar. Nú fer hann yfir stöðu Alexis Sanchez hjá félaginu.

Sanchez kom inná sem varamaður í leik Manchester United og PSG í Meistaradeildinni í vikunni og náði sér svo sannarlega ekki á strik í leiknum.

„Frammistaðan hans í búningi United er algjört djók miðað við launin sem hann fær," segir Ince.

„Ég myndi ekki tala um launin hans ef að hann væri virkilega að leggja sig fram fyrir liðið, það virðist ekki vera staðan. Maður vill fá miklu meira frá Sanchez.

Ince segir að félagið eigi betra skilið.

„Stuðninsmennirnir eiga betra skilið, Ole Gunnar á betra skilið og síðast en ekki síst eiga liðsfélagar hans beta skilið."

„Hann hefur verið gjörsamlega vonlaust frá degi eitt hjá félaginu. Það þarf að taka ákvörðun um framtíð hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner