Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 15. febrúar 2019 09:20
Magnús Már Einarsson
Sjáðu dómarakast í Lengjubikar - „Þetta er glórulaust"
Úr leik í Kórnum.  Dómarakast er ef boltinn fer upp í þak þar.
Úr leik í Kórnum. Dómarakast er ef boltinn fer upp í þak þar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stór breyting hefur átt sér stað hvað varðar reglur á leikjum í knattspyrnuhúsum á Íslandi. Þegar boltinn fer upp í þak á húsinu eru ekki lengur innköst í leikjum heldur lætur dómarinn boltann falla og tveir leikmenn berjast um boltann.

KSÍ tilkynnti þetta á dögunum en svona eru alþjóðlega reglur um leiki innandyra. KSÍ hafði verið með sérákvæði um að taka frekar innköst í leikjum í Lengjubikar á Íslandi. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda gerði athugasemd við það að KSÍ hafi verið með sérákvæði í reglugerðinni. KSÍ ber, líkt og öðrum knattspyrnusamböndum, að fara eftir ákvæðum knattspyrnulaganna hvað þetta atriði varðar og hefur ekki heimild til þess að setja sérákvæði í reglugerðir móta sem stangast þannig á við knattspyrnulögin.

Í leikjum um sæti í Fótbolta.net mótinu var þessi nýja regla notuð og hún hefur líka verið í fyrstu leikjum ársins í Lengjubikarnum. ÍA lagði Leikni R. 2-0 í Akraneshöllinni í Lengjubikarnum í gærkvöldi en þar var þrívegis dómarakast.


Í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Kórnum á þriðjudag varð að taka eitt dómarakast eftir að boltinn fór upp í loft.

„Grindavík sparkaði einu sinni upp í loft í kórnum, þeir spörkuðu boltanum til okkar. Þetta er glórulaust," segir Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar á Twitter í dag.

„Endilega bjóða uppá það að geta meiðst í ærslagangi í febrúar. Það er eðlilegt," segir Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH.

Fótboltahúsin á Íslandi eru mishá og því fer boltinn oftar upp í þakið í sumum húsum en öðrum. HK spilar í Kórnum í Pepsi-deildinni í sumar og fleiri félög spila heimaleiki í fótboltahúsum í Íslandsmótinu. Má þar nefna Kára sem spilar í Akraneshöllinni í 2. deildinni og Leikni Fáskrúðsfirði sem spilar í Fjarðabyggðarhöllinni í sömu deild. Talsvert lægra er til lofts í Akraneshöllinni og Fjarðabyggðarhöllinni heldur en í Kórnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner