fös 15. febrúar 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Þýskaland um helgina - Alfreð mætir Bayern í kvöld
Bayern Munchen mætir Augsburg í kvöld
Bayern Munchen mætir Augsburg í kvöld
Mynd: Getty Images
Dortmund á leik á laugardag.
Dortmund á leik á laugardag.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason og hans lið, Augsburg, á verðugt verkefni fyrir höndum en liðið mætir Bayern Munchen í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni. Um er að ræða fyrsta leik 22. umferðar deildarinnar.

Augsburg tapaði stórt í síðustu umferð gegn Werder Bremen, 4-0. Liðið situr í fimmtánda deildarinnar af átján liðum. Bayren er sem stendur í öðru sætinu, fimm stigum á eftir toppliði Dortmund.

Á morgun eru fimm leikir á dagskrá í deildinni og hefjast fjórir þeirra á sama tíma, klukkan 14:30. Leikur Stuttgart og Leipzig verður í beinni á SportTV2 en þessi lið að berajst á sitthvorum enda töflunnar.

Síðdegis leikur morgundagsins er síðan viðureign Hertha Berlin og Werder Bremen en sá leikur einnig sýndur á SportTV2.

Tveir leikir verða spilaðir á sunnudag. Frankfurt tekur á móti Borussia M‘Gladbach í fyrri leik dagsins en bæði liðin í toppbaráttunni. Frankfurt freistar þess að ná Meistaradeildarsæti á meðan það er svo gott sem klárt hjá M‘Gladbach. Leverkusen og Dusseldorf mætast í síðari leiknum

Topplið deildarinnar, Dortmund, heimsækir Nurnberg á mánudagskvöldið en fyrir umferðina situr Nurnberg í neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í september.

Í kvöld:
19:30 Augsburg – Bayern Munchen (SportTV2)

Laugardagur:
14:30 Schalke – Freiburg
14:30 Hoffenheim – Hannover
14:30 Stuttgart – Leipzig (SportTV2)
14:30 Wolfsburg – Mainz
17:30 Hertha Berlin – Werder Bremen (SportTV2)

Sunnudagur:
14:30 Eintracht Frankfurt – Borussia M‘Gladbach (SportTV2)
17:30 Bayer Leverkusen – Fortuna Dusseldorf (SportTV2)

Mánudagur:
19:30 Nurnberg – Dortmund (SportTV2)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner