Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 15. febrúar 2019 13:13
Elvar Geir Magnússon
Tottenham ræðir við Sampdoria um Andersen
Andersen í baráttunni.
Andersen í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur fundað með varaforseta Sampdoria um danska varnarmanninn Joachim Andersen, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Talið er að þessi 22 ára leikmaður muni kosta Tottenham 22 milljónir punda ef viðræður hala áfram að þróast.

Andersen er hugsaður til að fylla skarð Toby Alderweireld sem hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning.

Andersen hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í ítölsku A-deildinni.

Ljóst er að Mauricio Pochettino mun fá samkeppni um leikmanninn en Juventus og Inter hafa einnig áhuga.

Tottenham er að skoða fleiri leikmenn en sóknarleikmaðurinn Suso hjá AC Milan er sagður á blaði. Spánverjinn hefur skorað sex mörk og átt átta stoðsendingar í 26 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Tottenham gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Borussia Dortmund 3-0 í Meistaradeildinni í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner