Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. febrúar 2019 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA ákærir Chelsea og Malmö
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að ákæra Chelsea og Malmö eftir viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Félögin eru ákærð vegna hegðunar stuðningsmanna sem köstuðu hlutum og réðust inn á völlinn.

Aganefnd UEFA mun gefa út úrskurð 28. mars, mánuði eftir að hún mun úrskurða í öðru máli hjá Chelsea eftir leik liðsins gegn MOL Vidi í riðlakeppninni. Stuðningsmenn Chelsea eru ásakaðir um kynþáttaníð í garð leikmanna ungverska félagsins.

Chelsea vann leikinn í Malmö, 1-2, þrátt fyrir hetjulega baráttu heimamanna en seinni leikurinn verður spilaður á Stamford Bridge næsta fimmtudag. Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner