Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. febrúar 2019 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zola: Hudson-Odoi ætti að vera ánægður
Hudson-Odoi verður 19 ára næsta nóvember.
Hudson-Odoi verður 19 ára næsta nóvember.
Mynd: Getty Images
Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Maurizio Sarri hjá Chelsea, er ósammála þeim sem segja Callum Hudson-Odoi ekki fá nægan spilatíma hjá félaginu.

Bayern München reyndi að kaupa táninginn í janúar en án árangurs þrátt fyrir að hafa boðið 35 milljónir punda. Í kjölfarið hafa spurningar vaknað um hvort Chelsea gæti gert meira til að breyta skoðun Hudson-Odoi sem vill ólmur fara yfir til Bayern.

„Því miður er ég ósammála þessu. Það er ekki mikið meira sem við getum gert, hann er búinn að vera í kringum liðið allt tímabilið. Hann fær alltaf að spila þegar tækifæri gefst, stundum frá fyrstu mínútu. Stjórinn hefur gefið honum nógu margar ástæður til að vilja vera áfram hérna," sagði Zola.

„Það eru ekki margir 18 ára strákar hjá toppfélögum í Evrópu sem spila jafn mikið og Callum. Þetta er leikmaður sem á enn margt ólært þó það sé ljóst að hann á gríðarlega bjarta framtíð.

„Hann verður að skilja að hann þarf að leggja mjög mikið á sig til að komast inn í liðið. Það eru heimsklassa leikmenn að spila í sömu stöðum og hann, það eru engin gefins byrjunarliðssæti."

Athugasemdir
banner
banner