Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 15. febrúar 2021 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Bruce: Þetta verður í lagi ef við höldum áfram á sömu braut
Steve Bruce
Steve Bruce
Mynd: Getty Images
Leikmönnum Newcastle gengur erfiðlega að tengja saman sigra þessa daganna en Steve Bruce, stjóri liðsins, var óánægður með spilamennskuna í 2-0 tapinu gegn Chelsea í kvöld.

Newcastle er í 17. sæti deildarinnar með 25 stig og hefur aðeins unnið tvo leiki á þessu ári.

Besti árangur liðsins var í lok nóvember og byrjun desember er liðið vann þrjá deildarleiki í röð en eftir það kom erfið hrina og hefur liðinu ekki tekist að jafna sig.

„Ég veit ekki hvort þetta var passíft hjá ykkur eða bara við náðum ekki að halda í við þá nógu vel en leikkerfið hjá þeim var að skapa vandræði fyrir okkur og þá sérstaklega Timo Werner. Seinni hálfleikurinn var mun betri," sagði Bruce.

„Við breyttum aðeins til í hálfleik og náðum að veita þeim meiri leik. Það voru nokkur jákvæð atriði í seinni hálfleiknum og ég held að leikmenn hafi notið þess að spila en við verðum að ná í úrslit."

„Ég er mun ánægðari með hvernig við spiluðum í seinni hálfleiknum og þannig viljum við gera hlutina. Það er mörg lið í botnbarátunni í ár og þetta hefur verið ótrúlegt ár. Það er hörð barátta þarna niðri og það eru sex eða sjö lið sem þurfa að vera á tánum. Ef við höldum áfram á sömu braut þá verður þetta í lagi,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner