Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. febrúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Löngu kominn tími á sigur hjá Parma
Gamli góði Gervinho er á mála hjá Parma.
Gamli góði Gervinho er á mála hjá Parma.
Mynd: Getty Images
Það fer fram einn leikur í deild þeirra bestu á Ítalíu á þessum mánudegi.

Klukkan 19:45 verður flautað til leiks í Verona þar sem heimamenn í Hellas Verona taka á móti Parma.

Það hefur ekki verið mikið gott að frétta hjá Parma að undanförnu. Liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð og hefur ekki unnið fótboltaleik frá því í lok nóvember. Það er löngu kominn tími á sigur hjá Parma.

Hellas Verona hefur tapað tveimur leikjum í röð en það hefur gengið ögn betur hjá þeim á tímabilinu. Hellas Verona er í efri hluta deildarinnar á meðan Parma er í fallsæti.

mánudagur 15. febrúar

ITALY: Serie A
19:45 Verona - Parma (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner