Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. febrúar 2021 14:56
Elvar Geir Magnússon
Naby Keita mættur aftur til æfinga
Keita á æfingu í morgun.
Keita á æfingu í morgun.
Mynd: Getty Images
Naby Keita er farinn að æfa með liðsfélögum sínum af fullum krafti. Hann flýgur þó ekki með Liverpool til Ungverjalands heldur áfram að vinna á æfingasvæðinu.

„Naby er ekki lengur meiddur en hann er ekki enn klár í að spila," segir Klopp um miðjumanninn sem hefur verið utan vallar síðan í desemer.

„Hann mun æfa meðan við verðum í Ungverjalandi. Það er betra að hann sé á æfingasvæðinu en að hann fljúgi með okkur."

Það hefur gengið illa hjá Liverpool að undanförnu og liðið situr í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar. Á morgun er komið að Meistaradeildinni en fyrri leikurinn gegn þýska liðinu RB Leipzig verður í Búdapest.

Klopp segir augljóst að meiðslavandræði eigi stóran þátt í því að tímabilið hefur ekki gengið að óskum.

„Meiðslin hafa haft sín áhrif, það er ekki hægt að horfa framhjá því. Þau hafa breytt öllu. Þetta er eins og að byggja hús, ef undirstöðurnar eru ekki réttar þá eru hlutirnir ansi tæpir."
Athugasemdir
banner
banner
banner