fös 15. mars 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Ensku liðin unnu liðin frá Þýskalandi samanlagt 17-3
Mynd: Getty Images
Fjögur ensk lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í dag. Það eru Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham.

Tottenham, Man City og Liverpool mættu öll þýskum liðum í 16-liða úrslitunum og má með sanni segja að ensku liðin hafi farið á kostum.

Manchester City skoraði tíu mörk í tveggja leikja einvígi gegn Schalke. Samanlögð niðurstaða þar, 10-2.

Tottenham átti ekki í erfiðleikum með Dortmund sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar ásamt Bayern Munchen. Tottenham sigraði þá viðureign 4-0.

Liverpool varð síðan síðasta enska liðið í til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum á miðvikudag með því að vinna Bayern Munchen, 1-3, en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntelfi.

Ef að samanlögð markatala úr þessum viðureignum sem að ensku liðin mættu þýsku þá höfðu ensku liðin betur, 17-3.

Eins og fyrr segir er dregið í 8-liða úrslitin á morgun í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Athöfnin á að hefjast 11:00 að íslenskum tíma.

Hvaða lið verða í 8-liða úrslitum?
Tottenham
Ajax
Manchester United
Porto
Manchester City
Liverpool
Juventus
Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner