Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. mars 2019 14:31
Elvar Geir Magnússon
Spænski hópurinn var kynntur með mjög skemmtilegum hætti
Fabian Ruiz (til vinstri) er í hópnum.
Fabian Ruiz (til vinstri) er í hópnum.
Mynd: Getty Images
Fabian Ruiz, miðjumaður Napoli, hefur verið valinn í spænska landsliðið í fyrsta sinn.

Fabian kom til Napoli frá Real Betis í sumar og hefur fyllt skarðið sem Marek Hamsik skildi eftir sig.

Ekki var pláss fyrir Suso, Isco, Koke, Thiago Alcantara eða Saul Niguez.

Spánn er að fara að keppa gegn Noregi og Möltu í undankeppni EM 2020, fyrri leikurinn verður 23. mars.

Luis Enrique landsliðsþjálfari kynnti leikmannahópinn á skemmtilegan hátt eins og sjá má hér að neðan.

Spænski hópurinn:
Kepa, De Gea, Pau; Gaya, Alba, Bernat, Hermoso, Inigo, Ramos, Sergi Gomez, Sergi Roberto, Jesus Navas; Busquets, Rodri, Ceballos, Fabian, Parejo, Canales; Asensio, Rodrigo, Morata, Muniain, Jaime Mata


Athugasemdir
banner
banner
banner