Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 15. mars 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Þýskaland um helgina - Snýr Alfreð til baka?
Er pressan að fara með Dortmund?
Er pressan að fara með Dortmund?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
26. umferð þýsku úrvaldsdeildarinnar hefst í kvöld þegar Borussia M’Gladbach fær Freiburg í heimsókn. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á SportTV 2.

Fimm leikir eru á dagskrá á laugardag en fjórir þeirra hefjast klukkan 14:30. Alfreð Finnbogason er byrjaður að æfa með Augsburg eftir að hafa verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann var í gær valinn í landsliðshóp Erik Hamren fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi.

Óvíst er hvort að hann geti tekið þátt þegar Augsburg tekur á móti Hannover. Afar mikilvægur leikur í fallbaráttunni.

Dortmund á útileik seinni partinn á laugardag þegar liðið fer til höfuðborgarinnar og mætir Herthu Berlin. Dortmund situr í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Bayern en aðeins slakari markatölu.

Þrír leikir eru á dagskrá á sunnudaginn og hefjast herlegheitin strax í hádeginu þegar Bayern Leverkusen mætir Werder Bremen. Sex stig skilja liðin að, Leverkusen í sjötta sæti og Bremen í því níunda.

Toppliðið, Bayern Munchen, fær Mainz í heimsókn í síðasta leik helgarinnar á Þýskalandi Mainz er í neðri hluta töflunnar.

Föstudagur:
19:30 Borussia M’Gladbach - Freiburg (SportTV 2)

Laugardagur:
14:30 Schalke 04 - RB Leipzig
14:30 Stuttgart – Hoffenheim (SportTV 2)
14:30 Augsburg - Hannover (SportTV 2)
14:30 Wolfsburg - Fortuna Dusseldorf
17:30 Hertha Berlin – Dortmund (SportTV 2)

Sunnudagur:
12:30 Leverkusen - Werder Bremen (SportTV 2)
14:30 Eintracht Frankfurt - Nurnberg (SportTV 2)
17:00 Bayern Munchen - Mainz (SportTV 2)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner