Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. mars 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brotist inn til Isaac Hayden
Mynd: Getty Images
Isaac Hayden, miðjumaður Newcastle, brá sér úr húsi í tíu mínútur til að kaupa mat. Þegar hann kom til baka höfðu óprúttnir aðilar rænt ýmsum hlutum úr íbúðinni hans.

„Ég skrapp út í tíu mínútur til að kaupa í matinn með konunni... sumt fólk er alveg ruglað með allt sem er í gangi í sambandi við kórónaveiruna o.sfrv." skrifaði Hayden á Twitter og birti mynd.

„Fólk er enn að brjótast inn í önnur hús til að stela. Vona að þeim verði náð."

Hayden er 24 ára gamall og hefur verið á mála hjá Newcastle í næstum fjögur ár. Hann er ekki fyrsti knattspyrnumaðurinn til að lenda í innbrotsþjófum eftir útbreiðslu kórónaveirunnar.

Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, lenti verr í því þegar innbrotsþjófar mættu vopnaðir heim til hans meðan hann var í Þýskalandi. Ung fjölskylda hans var heima þegar þjófarnir mættu en sakaði ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner