Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. mars 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darlington
Gary Martin stefnir á för til Íslands á fimmtudag
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Gary Martin vonast til að snúa aftur til Vestmannaeyja fljótt og mögulega í þessari viku.

Gary hefur verið á láni hjá Darlington í heimabæ sínum á Englandi frá því í janúar. Hann var að spila í gær og býst hann við því að það hafi verið sinn síðasti leikur fyrir Darlington í bili.

Hann ætlar sér að koma aftur til Íslands fljótlega, það er að segja ef hann getur það. Kórónuveiran hefur haft áhrif á ferðalög, en Gary er vongóður.

„EasyJet aflýsti flugum í morgun, en svo lengi sem Ísland heldur flugvellinum opnum og að England stoppar ekki för mína þá verð ég kominn aftur á eyjuna fyrr en varir," sagði Gary við Fótbolta.net eftir leik Darlington og Farsley Celtic í gær.

„Ég gæti farið á fimmtudaginn því þessari deild verður frestað í tvo mánuði og það þýðir ekki fyrir mig að vera hér. Ef ég fer ekki á mánudag, þá fer ég á fimmtudag. En ef ég ætti að giska þá er það fimmtudaginn."

Sjá einnig:
Gary Martin spilaði í gær: Meira að segja verið að fresta á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner