Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 15. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Íbúar Napolí sungu úr sér hjartað í sóttkví
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran leikur lausum hala á Ítalíu og hafa fleiri hundruð manns látist vegna veirunnar.

Neyðarástand ríkir í landinu þar sem stærstum hluta landsins hefur verið lokað og fólk sett í sjálfseinangrun.

Þessi sóttkví á sér einnig stað í Napolí en íbúar borgarinnar eru ekki þekktir fyrir að láta sér leiðast. Fjölmörg myndbönd frá borginni hafa birst á veraldarvefnum þar sem íbúar syngja saman og halda uppi fjöri þrátt fyrir að vera í sóttkví.

Eitt myndband fangaði sérstaklega mikla athygli, þegar íbúar Napolí sungu frægt lag sem er helst notað sem stuðningsmannalag fyrir fótboltaliðið. Leikmenn og stjórn SSC Napoli báðu íbúa borgarinnar um að byrja að syngja lagið klukkan 19:45 í gærkvöldi og hér fyrir neðan má heyra svarið.


Athugasemdir
banner