sun 15. mars 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
John Obi Mikel vill fresta tímabilinu í Tyrklandi
Mikel á 89 landsleiki að baki fyrir A-landslið Nígeríu og sex fyrir Ólympíuliðið.
Mikel á 89 landsleiki að baki fyrir A-landslið Nígeríu og sex fyrir Ólympíuliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nígeríski miðjumaðurinn John Obi Mikel spilar fyrir tyrkneska toppbaráttuliðið Trabzonspor um þessar mundir.

Mikel verður 33 ára í apríl og segist vera smeykur við kórónaveiruna. Hann vonast til að yfirvöld í Tyrklandi bregðist skjótt við og fresti leikjum líkt og annars staðar í Evrópu.

Leikir gærdagsins fóru fram í Tyrklandi og á Trabzonspor gríðarlega mikilvægan leik í dag klukkan 13:00. Þar mætir liðið Istanbul Basaksehir en liðin eru jöfn á stigum á toppi deildarinnar.

Mikel vill ekki spila leikinn og hefur kallað eftir því að knattspyrnuyfirvöld fresti tímabilinu.

„Það eru hlutir sem eru mikilvægari en fótbolti. Mér finnst óþægilegt að vera neyddur til að spila í þessu ástandi," skrifaði Mikel á Instagram.

„Fólk ætti að vera heima með fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. Það þarf að stöðva fótboltaheiminn til að takast á við þetta nýja vandamál."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner