Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 15. mars 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi um kórónaveiruna: Haldið ykkur heima
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hefur bæst í hóp knattspyrnumanna sem hafa tjáð sig opinberlega um kórónaveiruna og hvetja fólk til að halda sig heima til að forðast frekari smit.

Messi birti færslu á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StayAtHome sem hefur verið notað af fyrirmyndum um allan heim undanfarna daga.

„Þetta eru erfiðir dagar um allan heim, við lifum í ótta við það sem er að gerast og viljum lina þjáningar þeirra sem eru verst staddir. Ég vil senda mikinn styrk til allra þeirra sem eru að berjast við veiruna, hvort sem um ræðir veika einstaklinga, aðstandendur eða heilbrigðisstarfsfólk," skrifaði Messi á Instagram.

„Heilsan ætti alltaf að vera í fyrirrúmi. Þetta er mjög sérstök stund og það er mikilvægt að fólk fylgi leiðbeiningum yfirvalda. Það er eina leiðin til að berjast gegn þessari veiru með skilvirkum hætti.

„Þetta er tími til að sýna ábyrgð og halda sig heima. Við getum notið tímans sem við fáum með fjölskyldum okkar og vonandi snúum við stöðunni við sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner