banner
   sun 15. mars 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Morata í nóvember: Kannski sláum við Liverpool út
Morata og Marcos Llorente voru hetjur Atletico á Anfield.
Morata og Marcos Llorente voru hetjur Atletico á Anfield.
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata lék hlutverk er Atletico Madrid sló Liverpool óvænt úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Atletico vann fyrri leik liðanna heima 1-0 og þurfti að framlengja seinni leikinn á Anfield.

Liverpool leiddi 2-1 eftir mark Roberto Firmino í byrjun framlengingar en þá vöknuðu gestirnir frá Madríd til lífsins og skoruðu þrjú mörk. Morata gerði síðasta markið á 121. mínútu.

Eftir sigurinn grófu spænskir fjölmiðlar upp ummæli Morata frá því í nóvember þar sem hann talaði um að Atletico gæti slegið Liverpool úr leik í Meistaradeildinni. Þetta sagði Morata áður en liðin höfðu tryggt sér þátttöku í útsláttarkeppninni.

„Liverpool gæti mætt Atletico í útsláttarkeppninni og dottið út. Það er aldrei að vita í fótbolta, hvert einasta lið spilar eftir sínum eigin leikstíl og allt getur gerst," sagði Morata.
Athugasemdir
banner
banner
banner