Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. mars 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allir hinir 19 þjálfararnir væru á leiðinni niður"
Marcelo Bielsa er kóngurinn í Leeds.
Marcelo Bielsa er kóngurinn í Leeds.
Mynd: Getty Images
Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson.
Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson.
Mynd: Aðsend
„Árangur Leeds er í raun og veru lygilegur á þessu tímabili," sagði útvarpsmaðurinn Máni Pétursson í hlaðvarpsþættinum "enski boltinn" hér á Fótbolta.net.

Rætt var ítarlega um Leeds í þættinum en félagið komst aftur upp í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil eftir 16 ára vera í B- og C-deild. Leeds hefur gert mjög vel á leiktíðinni og er núna í 12. sæti deildarinnar.

Máni er ekki laus við þá hugsun að liðið falli, þó að það verði að teljast mjög ólíklegt. „Ég er ekki á því að við séum lausir við fallbaráttu. Þetta var þrettánda miðvarðarparið sem Leeds bauð upp á í þessum leik. Ef það er einhver staður þar sem þú vilt hafa virkilega góðan stöðugleika þá er það í öftustu fjórum. Leeds er ekki búið að bjóða neitt upp á það á tímabilinu."

Leeds spilaði Diego Llorente og Pascal Struijk í hjarta varnarinnar í markalausa jafnteflinu gegn Chelsea. Llorente og Robin Koch eru tveir miðverðir sem voru keyptir til félagsins síðasta sumar en þeir hafa verið báðir nokkuð meiddir. Ben White lék í hjarta varnarinnar hjá Leeds á láni frá Brighton á síðasta ári og reyndi Leeds að kaupa hann síðasta sumar en það gekk ekki.

Máni og Agnar Þór Hilmarsson, stjórnarmaður í Leeds klúbbnum á Íslandi, eru sáttir með tímabilið til þessa.

„Ég er mjög sáttur við þetta og finnst mér við hafa komið vel frá þessu," sagði Agnar.

„Ég hefði verið sáttur við sæti 17 þegar við fórum af stað," sagði Máni. „Leeds er örugglega eina félagið í efstu deild sem veltir gríðarlega mikið á þjálfaranum. Það hefur gríðarlega mikið að segja hver er að þjálfa þetta lið. Það væru allir aðrir þjálfararnir í þessari deild, allir 19 þjálfararnir - ég ætla að fullyrða það - á leiðinni niður með Leeds."

„Ég er sammála þessu. Það er stærsta breytan, við erum með frábæran þjálfara og hann skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ef við værum með Scott Parker eða einhvern af þessum fyrir neðan þá værum við líklega næst neðstir eða neðstir," sagði Agnar.

„Ole Gunnar Solskjær eða Mourinho, þá værum við líka í botnbaráttu. Þú getur ekki talið marga leikmenn Leeds sem væru að komast í hin liðin," sagði Máni.

„Þegar við fórum upp þá var Kalvin Phillips eini úrvalsdeildarleikmaðurinn að því manni fannst, fyrir sumarkaupin," sagði Agnar.

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var meira rætt um Leeds og enska boltann. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Bielsa er maður fólksins í Leeds
Athugasemdir
banner
banner
banner