Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 15. mars 2021 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: AGF gerði jafntefli á heimavelli
Mynd: Getty Images
Århus 1 - 1 Randers
1-0 Gift Links ('5)
1-1 Hammershoy-Mistrati ('90)

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði fyrstu 69 mínúturnar er AGF mætti Randers í efstu deild danska boltans.

Heimamenn í Árósum tóku forystuna snemma leiks þegar Gift Links skoraði á fimmtu mínútu.

Jóni Degi var skipt út í síðari hálfleik þegar Randers var með völd á vellinum og náðu gestirnir að jafna á lokamínútunum.

Vito Hammershoy-Mistrati misnotaði vítaspyrnu en fylgdi eftir og tryggði sínum mönnum stig.

AGF er í þriðja sæti, sjö stigum eftir toppliði Bröndby.

Randers í fimmta sæti, átta stigum eftir AGF.
Athugasemdir
banner
banner
banner