Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. mars 2021 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Eden Hazard meiddur enn eina ferðina
Mynd: Getty Images
Eden Hazard hefur ekki fengið tíma til að finna taktinn hjá Real Madrid eftir að hann gekk í raðir félagsins sumarið 2019.

Dvöl hans á Spáni hefur einkennst af miklum meiðslavandræðum og hefur hann aðeins skorað 4 mörk í 36 leikjum.

Hazard var búinn að vera meiddur allan febrúar mánuð og kom við sögu í fyrsta sinn á sex vikum er Real Madrid hafði betur gegn Elche um helgina. Þar fékk hann að spila síðasta stundarfjórðunginn.

Fyrir skömmu var Real Madrid að tilkynna að Hazard verður fjarverandi fyrir næstu leiki liðsins vegna vöðvameiðsla.

Ekki er greint frá því hversu alvarleg meiðslin eru en næstu leikir Real eru afar mikilvægir. Liðið mætir Atalanta í Meistaradeildinni annað kvöld og spilar svo við Barcelona eftir fjórar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner